Einstök upplifun fyrir þá sem vilja læra að elda eins og þeir bestu!
Hinrik Örn Lárusson, meistarakokkur og annar stofnandi Lux veitinga og Sælkerabúðarinnar býður nú upp á persónulegt einkanámskeið í matargerð í eldhúsi Sælkerabúðarinnar.
Hinrik hefur áratuga reynslu úr hágæða veitingarekstri og hefur skapað sér nafn fyrir ástríðu sína á vönduðu hráefni, einfaldleika og smekklegri framsetningu.
Á fjórum tímum mun hann deila sinni þekkingu og nálgun á sælkeramatargerð þar sem þáttakendur læra allt frá undirstöðuatriðum til háþróaðrar tækni og bragðsamsetninga.
Farið verður yfir helstu eldunaraðferðir, rétta meðhöndlun á kjöti, fisk og skelfisk, fagleg vinnubrögð og uppbyggingu rétta. Allt hráefni er innifalið í námskeiði. Í lok námskeið fær þátttakandi tækifæri til að bjóða 4-6 gestum í glæsilegan kvöldverð og njóta afraksturs námskeiðsins.
Fullkomin gjöf fyrir matgæðinga og ástríðukokka sem vilja dýpka skilning sinn á eldamennsku, læra af fagmanni og njóta skapandi og skemmtilegrar upplifunar í notalegu umhverfi.
ATH. Aðeins 10 gjafabréf eru í boði!
Það jafnast ekkert á við að sjá vöruúrvalið okkar með eigin augum. Kíktu við á Bitruhálsinn og við tökum vel á móti þér!